Draumurinn að fá leik á HM kvenna til Íslands Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. október 2019 09:30 Bandaríkin urðu heimsmeistarar í Frakklandi í sumar. NordicPhotos/getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira