Segir gríðarlegan styrk í að fá Elizu Reid til liðs við Íslandsstofu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 13:14 Eliza Reid mun mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hefur gert áður. vísir/vilhelm Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson. Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson.
Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27