Veita útigangskisum mat og skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 19:30 Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879 Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent