Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Björn Þorfinnsson skrifar 31. október 2019 06:15 Jóna Guðrún Ólafsdóttir varð fyrir óskemmtilegri reynslu. Fréttablaðið/Ernir Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira