Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Björn Þorfinnsson skrifar 31. október 2019 06:15 Jóna Guðrún Ólafsdóttir varð fyrir óskemmtilegri reynslu. Fréttablaðið/Ernir Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira