Við megum aldrei hætta að hlusta, segir UNICEF Heimsljós kynnir 31. október 2019 11:15 UNICEF Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF. Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta? „Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn. UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð. Um 80 þúsund börn lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri. Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent
Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF. Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta? „Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn. UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð. Um 80 þúsund börn lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri. Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent