Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:02 Skrifstofur KPMG í Reykjavík eru staðsettar í Borgartúni. Vísir/vilhelm Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30