Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. október 2019 11:45 Sylvía Dögg myndlistarkona og búningahönnuður segir frá erfiðri reynslu sinni af meðgöngu og plönuðum keisara. Aðsend mynd Sylvía Dögg, eða Sylvía Lovetank eins og hún er oftast kölluð, er myndlistarmaður og búningahönnuður. Kærastinn hennar heitir Siggi Kjartan og er leikstjóri en bæði starfa þau í kvikmyndabransanum. Parið felldi fyrst hugi saman við gerð myndarinnar Kona fer í Stríð en Sylvía varð svo ólétt af dóttur þeirra, Eldeyju Jóhönnu, þegar þau unnu saman í nýrri íslenskri kvikmynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur, AGNES JOY.Við komumst því miður ekki á frumsýninguna því eins og svo oft áður erum við saman að vinna í bíómynd út á landi. Framundan hjá mér er meira bíó, meiri myndlist og svo ætlum við að fara saman í frí til Mexico með fjölskyldunni og taka þar á móti nýju ári.Nafn?Sylvía Dögg Halldórsdóttir. Oftast kölluð Sylvía Lovetank.Áttu önnur börn fyrir?Já, þetta er barn númer tvö. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég komst að því að ég væri ófrísk út í New York í byrjun árs 2018 þegar ég var þar í tökum á íslenskri stuttmynd með kærastanum mínum. Þegar ég kom heim þá missti ég fóstur. Það var ótrúlega erfið lífsreynsla. Ég varð svo ófrísk mjög stuttu eftir missinn en það var ekki planað. Ég var í sárum eftir missinn og átti mjög erfitt með að treysta og þora aftur.Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið mjög illa fyrstu vikurnar og eiginlega alla meðgönguna. Ég var óörugg og mjög hrædd um að missa fóstrið.Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Það sem kom mér mest á óvart við meðgönguna voru hormónabreytingarnar. Þær voru svo dramatískar. Ég var í stöðugum rússíbana og réð ekki við skapið mitt.Ég var glöð og sorgmædd til skiptis og sveiflurnar voru örar. Það var ótrúlega ónotaleg tilfinning og mér leið svolítið eins og ég væri gestur í nýjum líkama.Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Það kom mér á óvart hversu illa það tókst. Mér leið ekki vel andlega og því fylgdi ákveðin skömm því að mér fannst ég eiga að vera á bleiku skýi. Ég er almennt mjög geðgóð og átti erfitt með að vera þessi leiðinlega útgáfa af sjálfri mér. Mér fannst til dæmis óþolandi að klæða mig en ég hef dálæti af fallegum fötum og þau eru svo sannarlega ekki að finna í óléttu deildinni.Rann á þig eitthvað matar-æði á meðgöngunni?Já, ég var sjúk í Kókópuffs. Alltaf.Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Mér fannst erfiðast að takast á við allar þessar tilfinningar. Hlæja og gráta til skiptis og verða einhver súr útgáfa af sjálfri mér að mér fannst ég vera. Mér fannst erfitt að líða ekki eins og fallegri óléttri konu. Eins og mér átti að líða. Mér leið eins og einu óléttu konunni á ljótunni. Pottþétt enginn að tengja við það.Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Mér finnst sorglegt að segja frá því en mér fannst bara ekkert skemmtilegt við meðgönguna. Því miður en þegar ég horfi til baka fölnar það allt í samanburði við verðlaunin. Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp.Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Mér finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð. Ég var mjög meðvituð um andlegt ástand og ákvað að vera hugrökk og tala um það en mér fannst það erfitt. Hjálpin er til staðar og hún virkar. Ég var þung líka eftir fæðinguna og það var eitthvað sem ég hélt ég myndi ekki upplifa. Ég skammaðist mín líka fyrir það. Konur eiga að vera hamingjusamar með hvítvoðungana sína.Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mæðraverndin var fín. Ég viðraði áhyggjur mínar um andlegan líðan strax og þar af leiðandi fékk ég þá umönnun sem ég þurfti. Hún leyfði mér að heyra hjartsláttinn í öllum skoðunum og tók mig oftar inn en henni bar skylda til sem var fallegt og það var akkúrat það sem ég þurfti.Fenguð þið að vita kynið á meðgöngunni? Við vorum viss um að við værum að fá litla skvísu og við fórum upp í 9 mánuði í snemmsónar á 17. viku. Að fá það staðfest var algjört æði.Óþægilegt að vera ekki með fyrirfram ákveðið fæðingarplanUndirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Siggi var með allt á hreinu og ég treysti mikið á hann í ferlinu. Hann sá um að við mættum í alla tíma, með tilheyrandi pappíra í hvert skipti og var mér fullkomin stoð og stytta. Ég var ekki skemmtilegur lífsförunautur á þessum tíma en hann lét sig hafa það. Ég var mjög dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og undirbjó mig vel þannig. Það er lykill að vera í góðu líkamlegu formi ef á er kosið áður en maður fer í svona stóra aðgerð og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Það voru margar óléttar drottningar í kringum mig og við vorum duglegar að hreyfa okkur saman og ræða ástandið, það var mikil sáluhjálp í þeim gæðastundum.Við skelltum okkur í svokallað „babymoon“ til Miami. Þangað fórum við tvö og eyddum saman nokkrum dögum í sólinni og hvíldum okkur fyrir það sem koma skyldi. Mæli með því ef fólk hefur tök á. Ég fór í bráðakeisara með Andreas Halldór og sú lífsreynsla sat í mér. Ég fékk samþykkt að fara í keisara með dóttur okkar en með fyrirvara á því að vera opin fyrir því að reyna sjálf. Ég var einhvernveginn ekki til í það og fannst óþægilegt að vera ekki með fyrirfram ákveðið fæðingarplan og var hálfpartinn þvinguð í að samþykkja það. Ég upplifði það allavega þannig þá. Undirbúningurinn hjá mér fólst helst í mér að stjórna öllu sem ég mögulega stjórnað gæti. Það var ekki mikið en ég gat stjórnað því í hverju við mæðgur yrðum á fæðingardeildinni svo ég keypti náttföt fyrir hvern planaðan dag á spítalanum og var því með fyrirfram plönuð búningaskipti sem var gert mikið grín af en gerði mjög mikið fyrir mig og mitt litla hjarta þá.Hvernig gekk fæðingin?Það var gefið að ég yrði að ganga 39 vikur og að keisarar eru bara planaðir á þriðjudögum og fimmtudögum í RVK. Ég var sett 14. febrúar. Strákurinn minn var að fara í skíðaferð þann 9. svo ég óskaði eftir því að koma þann 7. sem hentaði vel á fæðingadeildinni. Þá var ég búin að fá að stjórna því sem var annar lítill sigur fyrir konu í ruglinu.Við mættum upp á deild kl 07:15 á þriðjudegi. Konur þurfa að fasta fyrir svona aðgerð sem var ákveðið panikk fyrir mig sem var búin að vakna allar nætur meðgöngu til að fá mér kókópuffsskál og níu glös af sódavatni. Siggi fékk flottan skurðlæknagalla en fyrstu búningaskiptin mín voru hvítt strangheiðarlegt bómullar-spítalasett. Glamgallinn þurfti að bíða betri tíma. Ég rölti á spítalasokkunum upp á skurðstofu en þar biðu okkar 15 grænir sloppar og flóðlýsing sem var ákveðin „mood killer“ fyrir konu á ljótunni. Ég hafði ákveðnar ranghugmyndir um að ég myndi ekki lifa þessa meðgöngu af og það væru allar líkur á því ég myndi syngja mitt síðasta á skurðarborðinu. Hrædd, hálfklædd og meðvirk kona segir ekki nei heldur býður fólk velkomið Ég var beðin um að fara úr brókinni sem þýddi að ég lá ber að neðan upp á stálborði meðan ég var kynnt fyrir svæfingalækni og öllu teyminu. Þegar ég hélt svo að aðstæður gætu ekki orðið meira yfirþyrmandi komu inn tveir læknanemar og spurðu hvort þau mættu ekki fá að fylgjast með. Læknirinn sagði þeim að þeir yrðu að spyrja mig. Mig langaði að segja nei en hrædd, hálfklædd og meðvirk kona býður fólk velkomið. Það er mikilvægt að tapa ekki mannasiðunum á ögurstundu.Það er ótrúleg tilfinning að liggja glaðvakandi, svöng og þyrst á meðan margmenni vinnur saman að því að rista konu á hol og draga úr henni barn. Blóðþrýstingurinn hjá mér flakkaði upp og niður og mér leið ekki vel enda komin þarna til þess að mögulega deyja. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og á „augabragði“ eða á 44 mínútum var komin í heiminn þessi gullfallega splunkunýja manneskja. Að heyra börnin mín gráta í fyrsta skipti er það fallegasta sem ég hef nokkurtímann upplifað og ég veit að ekkert getur toppað það. Aldrei!Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Við áttum erfitt með að komast að samkomulagi með nafn sér í lagi í geðshræringum mínum á meðgöngunni. Ég var á því þá að móðir ætti ein að hafa það ákvörðunarvald en svo fékk hún nafnið Eldey Jóhanna Sigurðardóttir og við gætum ekki verið ánægðari með það.Finnst þér vera mikil pressa í samfélaginu að eiga allt á barnið? Nei mér finnst það alls ekki. Fólk er orðið svo upplýst og meðvitað.Tókstu ákvörðun varðandi brjóstagjöf?Brjóstagjöfin var mjög erfitt verkefni. Við Siggi sváfum aldrei meira en 2 tíma í senn því að við þurftum að gefa, pumpa, vigta, skrá niður, gefa, pumpa, vigta, skrá niður, gráta, gefa og pumpa. Svona var þetta allan sólarhinginn fyrstu dagana.Í hvert skipti sem við vigtuðum elskuna fékk ég höfnunartilfinningu að ég væri vissulega ekki nóg. Ég get sem betur fer hlegið að þessu í dag og við bæði en þetta var ekki síður krefjandi fyrir hann en mig. En svo náði ég mjólkinni upp og er enn með hana á brjósti átta mánuðum síðar.Hvernig tók eldra barnið þitt nýja barninu? Ég ætlaði aldrei að eignast börn. Og nú á ég tvö og þau eru bæði fullkomin. Ég verð meyr að hugsa um það en Eldey Jóhanna er barn númer tvö og Andreas Halldór, stóri bróðir, er númer eitt. Hann sér ekki sólina fyrir litlu systur sinni og ég vissulega ekki fyrir þeim. Það er yndislegt hvað þau færa fjölskyldunni mikla gleði á hverjum degi.Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að eignast barn saman? Sambandið okkar Sigga breyttist mjög mikið eftir að við áttum Eldeyju og það er búið að vera ótrúlega fallegt ferli og þroskandi að ganga í gegnum allar þessar lífsreynslur á þeim stutta tíma sem við erum búin að vera saman í stóra samhenginu. Við erum bestu vinir og elskum að eyða lífinu saman.Aðsend myndMakamál þakka Sylvíu kærlega fyrir spjallið og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast heimasíðu Sylvíu hér og Instagram prófílinn hennar hér. Nöfnunar Eldey Jóhanna og amma Jóka ásamt stóra bróður.Aðsend mynd Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ "Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta.“ Þetta segir Kristján Már um upplifun sína af fæðingu frumburðarins sem endaði í bráðakeisara. 17. október 2019 12:45 Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sylvía Dögg, eða Sylvía Lovetank eins og hún er oftast kölluð, er myndlistarmaður og búningahönnuður. Kærastinn hennar heitir Siggi Kjartan og er leikstjóri en bæði starfa þau í kvikmyndabransanum. Parið felldi fyrst hugi saman við gerð myndarinnar Kona fer í Stríð en Sylvía varð svo ólétt af dóttur þeirra, Eldeyju Jóhönnu, þegar þau unnu saman í nýrri íslenskri kvikmynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur, AGNES JOY.Við komumst því miður ekki á frumsýninguna því eins og svo oft áður erum við saman að vinna í bíómynd út á landi. Framundan hjá mér er meira bíó, meiri myndlist og svo ætlum við að fara saman í frí til Mexico með fjölskyldunni og taka þar á móti nýju ári.Nafn?Sylvía Dögg Halldórsdóttir. Oftast kölluð Sylvía Lovetank.Áttu önnur börn fyrir?Já, þetta er barn númer tvö. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég komst að því að ég væri ófrísk út í New York í byrjun árs 2018 þegar ég var þar í tökum á íslenskri stuttmynd með kærastanum mínum. Þegar ég kom heim þá missti ég fóstur. Það var ótrúlega erfið lífsreynsla. Ég varð svo ófrísk mjög stuttu eftir missinn en það var ekki planað. Ég var í sárum eftir missinn og átti mjög erfitt með að treysta og þora aftur.Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið mjög illa fyrstu vikurnar og eiginlega alla meðgönguna. Ég var óörugg og mjög hrædd um að missa fóstrið.Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Það sem kom mér mest á óvart við meðgönguna voru hormónabreytingarnar. Þær voru svo dramatískar. Ég var í stöðugum rússíbana og réð ekki við skapið mitt.Ég var glöð og sorgmædd til skiptis og sveiflurnar voru örar. Það var ótrúlega ónotaleg tilfinning og mér leið svolítið eins og ég væri gestur í nýjum líkama.Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Það kom mér á óvart hversu illa það tókst. Mér leið ekki vel andlega og því fylgdi ákveðin skömm því að mér fannst ég eiga að vera á bleiku skýi. Ég er almennt mjög geðgóð og átti erfitt með að vera þessi leiðinlega útgáfa af sjálfri mér. Mér fannst til dæmis óþolandi að klæða mig en ég hef dálæti af fallegum fötum og þau eru svo sannarlega ekki að finna í óléttu deildinni.Rann á þig eitthvað matar-æði á meðgöngunni?Já, ég var sjúk í Kókópuffs. Alltaf.Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Mér fannst erfiðast að takast á við allar þessar tilfinningar. Hlæja og gráta til skiptis og verða einhver súr útgáfa af sjálfri mér að mér fannst ég vera. Mér fannst erfitt að líða ekki eins og fallegri óléttri konu. Eins og mér átti að líða. Mér leið eins og einu óléttu konunni á ljótunni. Pottþétt enginn að tengja við það.Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Mér finnst sorglegt að segja frá því en mér fannst bara ekkert skemmtilegt við meðgönguna. Því miður en þegar ég horfi til baka fölnar það allt í samanburði við verðlaunin. Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp.Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Mér finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð. Ég var mjög meðvituð um andlegt ástand og ákvað að vera hugrökk og tala um það en mér fannst það erfitt. Hjálpin er til staðar og hún virkar. Ég var þung líka eftir fæðinguna og það var eitthvað sem ég hélt ég myndi ekki upplifa. Ég skammaðist mín líka fyrir það. Konur eiga að vera hamingjusamar með hvítvoðungana sína.Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mæðraverndin var fín. Ég viðraði áhyggjur mínar um andlegan líðan strax og þar af leiðandi fékk ég þá umönnun sem ég þurfti. Hún leyfði mér að heyra hjartsláttinn í öllum skoðunum og tók mig oftar inn en henni bar skylda til sem var fallegt og það var akkúrat það sem ég þurfti.Fenguð þið að vita kynið á meðgöngunni? Við vorum viss um að við værum að fá litla skvísu og við fórum upp í 9 mánuði í snemmsónar á 17. viku. Að fá það staðfest var algjört æði.Óþægilegt að vera ekki með fyrirfram ákveðið fæðingarplanUndirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Siggi var með allt á hreinu og ég treysti mikið á hann í ferlinu. Hann sá um að við mættum í alla tíma, með tilheyrandi pappíra í hvert skipti og var mér fullkomin stoð og stytta. Ég var ekki skemmtilegur lífsförunautur á þessum tíma en hann lét sig hafa það. Ég var mjög dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og undirbjó mig vel þannig. Það er lykill að vera í góðu líkamlegu formi ef á er kosið áður en maður fer í svona stóra aðgerð og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Það voru margar óléttar drottningar í kringum mig og við vorum duglegar að hreyfa okkur saman og ræða ástandið, það var mikil sáluhjálp í þeim gæðastundum.Við skelltum okkur í svokallað „babymoon“ til Miami. Þangað fórum við tvö og eyddum saman nokkrum dögum í sólinni og hvíldum okkur fyrir það sem koma skyldi. Mæli með því ef fólk hefur tök á. Ég fór í bráðakeisara með Andreas Halldór og sú lífsreynsla sat í mér. Ég fékk samþykkt að fara í keisara með dóttur okkar en með fyrirvara á því að vera opin fyrir því að reyna sjálf. Ég var einhvernveginn ekki til í það og fannst óþægilegt að vera ekki með fyrirfram ákveðið fæðingarplan og var hálfpartinn þvinguð í að samþykkja það. Ég upplifði það allavega þannig þá. Undirbúningurinn hjá mér fólst helst í mér að stjórna öllu sem ég mögulega stjórnað gæti. Það var ekki mikið en ég gat stjórnað því í hverju við mæðgur yrðum á fæðingardeildinni svo ég keypti náttföt fyrir hvern planaðan dag á spítalanum og var því með fyrirfram plönuð búningaskipti sem var gert mikið grín af en gerði mjög mikið fyrir mig og mitt litla hjarta þá.Hvernig gekk fæðingin?Það var gefið að ég yrði að ganga 39 vikur og að keisarar eru bara planaðir á þriðjudögum og fimmtudögum í RVK. Ég var sett 14. febrúar. Strákurinn minn var að fara í skíðaferð þann 9. svo ég óskaði eftir því að koma þann 7. sem hentaði vel á fæðingadeildinni. Þá var ég búin að fá að stjórna því sem var annar lítill sigur fyrir konu í ruglinu.Við mættum upp á deild kl 07:15 á þriðjudegi. Konur þurfa að fasta fyrir svona aðgerð sem var ákveðið panikk fyrir mig sem var búin að vakna allar nætur meðgöngu til að fá mér kókópuffsskál og níu glös af sódavatni. Siggi fékk flottan skurðlæknagalla en fyrstu búningaskiptin mín voru hvítt strangheiðarlegt bómullar-spítalasett. Glamgallinn þurfti að bíða betri tíma. Ég rölti á spítalasokkunum upp á skurðstofu en þar biðu okkar 15 grænir sloppar og flóðlýsing sem var ákveðin „mood killer“ fyrir konu á ljótunni. Ég hafði ákveðnar ranghugmyndir um að ég myndi ekki lifa þessa meðgöngu af og það væru allar líkur á því ég myndi syngja mitt síðasta á skurðarborðinu. Hrædd, hálfklædd og meðvirk kona segir ekki nei heldur býður fólk velkomið Ég var beðin um að fara úr brókinni sem þýddi að ég lá ber að neðan upp á stálborði meðan ég var kynnt fyrir svæfingalækni og öllu teyminu. Þegar ég hélt svo að aðstæður gætu ekki orðið meira yfirþyrmandi komu inn tveir læknanemar og spurðu hvort þau mættu ekki fá að fylgjast með. Læknirinn sagði þeim að þeir yrðu að spyrja mig. Mig langaði að segja nei en hrædd, hálfklædd og meðvirk kona býður fólk velkomið. Það er mikilvægt að tapa ekki mannasiðunum á ögurstundu.Það er ótrúleg tilfinning að liggja glaðvakandi, svöng og þyrst á meðan margmenni vinnur saman að því að rista konu á hol og draga úr henni barn. Blóðþrýstingurinn hjá mér flakkaði upp og niður og mér leið ekki vel enda komin þarna til þess að mögulega deyja. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og á „augabragði“ eða á 44 mínútum var komin í heiminn þessi gullfallega splunkunýja manneskja. Að heyra börnin mín gráta í fyrsta skipti er það fallegasta sem ég hef nokkurtímann upplifað og ég veit að ekkert getur toppað það. Aldrei!Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Við áttum erfitt með að komast að samkomulagi með nafn sér í lagi í geðshræringum mínum á meðgöngunni. Ég var á því þá að móðir ætti ein að hafa það ákvörðunarvald en svo fékk hún nafnið Eldey Jóhanna Sigurðardóttir og við gætum ekki verið ánægðari með það.Finnst þér vera mikil pressa í samfélaginu að eiga allt á barnið? Nei mér finnst það alls ekki. Fólk er orðið svo upplýst og meðvitað.Tókstu ákvörðun varðandi brjóstagjöf?Brjóstagjöfin var mjög erfitt verkefni. Við Siggi sváfum aldrei meira en 2 tíma í senn því að við þurftum að gefa, pumpa, vigta, skrá niður, gefa, pumpa, vigta, skrá niður, gráta, gefa og pumpa. Svona var þetta allan sólarhinginn fyrstu dagana.Í hvert skipti sem við vigtuðum elskuna fékk ég höfnunartilfinningu að ég væri vissulega ekki nóg. Ég get sem betur fer hlegið að þessu í dag og við bæði en þetta var ekki síður krefjandi fyrir hann en mig. En svo náði ég mjólkinni upp og er enn með hana á brjósti átta mánuðum síðar.Hvernig tók eldra barnið þitt nýja barninu? Ég ætlaði aldrei að eignast börn. Og nú á ég tvö og þau eru bæði fullkomin. Ég verð meyr að hugsa um það en Eldey Jóhanna er barn númer tvö og Andreas Halldór, stóri bróðir, er númer eitt. Hann sér ekki sólina fyrir litlu systur sinni og ég vissulega ekki fyrir þeim. Það er yndislegt hvað þau færa fjölskyldunni mikla gleði á hverjum degi.Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að eignast barn saman? Sambandið okkar Sigga breyttist mjög mikið eftir að við áttum Eldeyju og það er búið að vera ótrúlega fallegt ferli og þroskandi að ganga í gegnum allar þessar lífsreynslur á þeim stutta tíma sem við erum búin að vera saman í stóra samhenginu. Við erum bestu vinir og elskum að eyða lífinu saman.Aðsend myndMakamál þakka Sylvíu kærlega fyrir spjallið og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast heimasíðu Sylvíu hér og Instagram prófílinn hennar hér. Nöfnunar Eldey Jóhanna og amma Jóka ásamt stóra bróður.Aðsend mynd
Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ "Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta.“ Þetta segir Kristján Már um upplifun sína af fæðingu frumburðarins sem endaði í bráðakeisara. 17. október 2019 12:45 Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ "Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta.“ Þetta segir Kristján Már um upplifun sína af fæðingu frumburðarins sem endaði í bráðakeisara. 17. október 2019 12:45
Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15
Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15