Þykir „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri Netflix-mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 12:26 Sigurði Inga Jóhannssyni bregður fyrir í Netflix-mynd um Panama-skjölin. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“ Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“
Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira