Lífið eftir kynleiðréttingu: Sárt að vera leyndarmál Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 16:02 Allt ferlið tók um sex ár fyrir Snædísi. „Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni. Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Sjá meira
„Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni.
Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Sjá meira
Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30