Lífið eftir kynleiðréttingu: Sárt að vera leyndarmál Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 16:02 Allt ferlið tók um sex ár fyrir Snædísi. „Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni. Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
„Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni.
Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30