Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2019 06:00 Íbúar á Egilsstöðum ganga til kosninga á laugardaginn. Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira