Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Steinunn Rósa Einarsdóttir missti son sinn í bílslysi árið 2014. Áður hafði hann sagt að ef eitthvað kæmi fyrir vildi hann gefa líffæri sín. Vísir/Egill Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes. Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes.
Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira