Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 21:17 Ringulreið skapaðist í þinghúsinu. AP/Patrick Semasky Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47