Umspilshugmynd í Inkasso viðruð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2019 11:00 Fjölnir fór upp í Pepsi-deildina í ár. Keflavík endaði í fimmta sæti og hefði með nýja fyrirkomulaginu getað farið upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi „KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir. Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira