„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 11:44 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar. Vísir/Egill Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna. Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna.
Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira