Utanríkisráðherra beiti sér í baráttunni um að stöðva stríð gegn börnum Heimsljós kynnir 24. október 2019 17:00 Fulltrúar Barnaheilla ásamt utanríkisráðherra í gær. UTN Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children – afhentu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra áskorun í gær um að stöðva stríð gegn börnum. Jafnframt var biðlað til hans að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að stöðva stríð gegn börnum og sjá til þess að Ísland verði í fararbroddi í slíkri vinnu. Börn voru í meirihluta á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær og skilaboð þeirra til ráðherra voru skýr: að tryggja börnum vernd gegn drápum, limlestingum og hvers kyns ofbeldi; að tryggja börnum vernd gegn því að ganga til liðs við stríðandi fylkingar; að tryggja að engu barni sé neitað um mannúðaraðstoð þegar stríð geisar; að tryggja að skólar og heilsugæslustöðvar séu friðarsvæði og njóti verndar; að tryggja að fylgst sé grannt með brotum gegn réttindum barna í stríði, skýrt sé frá þeim og brugðist við; að tryggja að þeir sem fremja eða bera ábyrgð á ofbeldi gegn börnum, séu látnir svara til saka.Alexander Amodou afhenti utanríkisráðherra áskorunina en önnur börn sem tóku til máls á fundinum voru Orri Eliasen, Axel Ingi, Ýr, Anja Sæberg, Elsa Margrét, Sigríður Erla, Ingibjörg Elka og Jóhann Már. Í þessum mánuði stendur yfir 100 ára afmælisátak Barnaheilla, Save the Children, með áskorun um að stöðva stríð gegn börnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children – afhentu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra áskorun í gær um að stöðva stríð gegn börnum. Jafnframt var biðlað til hans að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að stöðva stríð gegn börnum og sjá til þess að Ísland verði í fararbroddi í slíkri vinnu. Börn voru í meirihluta á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær og skilaboð þeirra til ráðherra voru skýr: að tryggja börnum vernd gegn drápum, limlestingum og hvers kyns ofbeldi; að tryggja börnum vernd gegn því að ganga til liðs við stríðandi fylkingar; að tryggja að engu barni sé neitað um mannúðaraðstoð þegar stríð geisar; að tryggja að skólar og heilsugæslustöðvar séu friðarsvæði og njóti verndar; að tryggja að fylgst sé grannt með brotum gegn réttindum barna í stríði, skýrt sé frá þeim og brugðist við; að tryggja að þeir sem fremja eða bera ábyrgð á ofbeldi gegn börnum, séu látnir svara til saka.Alexander Amodou afhenti utanríkisráðherra áskorunina en önnur börn sem tóku til máls á fundinum voru Orri Eliasen, Axel Ingi, Ýr, Anja Sæberg, Elsa Margrét, Sigríður Erla, Ingibjörg Elka og Jóhann Már. Í þessum mánuði stendur yfir 100 ára afmælisátak Barnaheilla, Save the Children, með áskorun um að stöðva stríð gegn börnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent