Lygilegur texti Eminem um heimsókn leyniþjónustunnar reyndist sannur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 23:20 Eminem er ekki aðdáandi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Mynd/Samsett Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30
Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13
Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00