Refsilaust tuð fær tvær mínútur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 25. október 2019 12:30 Dómararanefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð. Fréttablaðið/Ernir Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira