Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 23:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki ánægður með rannsókn demókrata. Vísir/getty Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00