Bókin oft það eina að hverfa til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2019 11:00 "Stundum gengur mér illa að sofa á nóttunni og þá les ég. Ég nýti hverja stund,“ segir Kristín. Fréttablaðið/Anton Brink Kristín Sigurðardóttir kennari býr á Húsavík og starfar þar í eldhúsi sjúkrahússins en er stödd í miðborg Reykjavíkur þegar fundum okkar ber saman. „Ég er að rembast við að rata um hin ýmsu hverfi, stundum með hjálp gamals GPS-tækis sem er ekkert nema óþægðin við mig en ég bjarga mér,“ segir hún brosandi. Fyrir utan að heilsa upp á vini og vandamenn notar Kristín borgarferðir til að kíkja í búðir, meðal annars bókabúðir, því hún kveðst óforbetranlegur bókaormur. „Stundum gengur mér illa að sofa á nóttunni og þá les ég. Ég nýti hverja stund. Svo met ég hverja bók í mínum huga, gef henni umsögn og einkunn í lestrardagbók og er búin að fylla nokkrar slíkar. Ég vil ekki safna bókum í bókahillu, þar safna þær bara ryki og eru mér til ama. Þess vegna geymi ég bækurnar sem ég hef lesið í lestrardagbókum og ef ég vil lesa þær aftur sæki ég þær á bókasafnið.“ Áhugann á bókum segist Kristín hafa erft frá móður sinni. „Bókasafn lestrarfélagsins var heima hjá okkur upphaflega en svo fjölgaði okkur börnunum svo það varð ekki pláss fyrir það. En mamma las allt sem kom út. Innansveitarkrónikan var lengi á náttborðinu hjá henni og ef hún hafði ekkert annað að lesa greip hún hana. Hún hafði enga aðra afþreyingu en lesturinn og fannst alltaf notalegt að leggja sig með bók. Ég vil lesa í rúminu líka.“ Móðir Kristínar var vestan af Barðaströnd. „Mamma kom norður í Þingeyjarsýslu, giftist og fór að eiga börn. Heimilið var mannmargt svo hún átti ekki heimangengt og fór ekki vestur á sínar æskuslóðir í sextán ár. Það var bara eins og hún hefði komið frá Japan. Síminn var líka eins og hann var, ekkert hægt að tala um neitt persónulegt í hann, því aðrir gátu hlustað á samtölin. Þá var að halla sér að bókunum. Ég skil vel útlendingana sem eru komnir hingað í vinnu til okkar og eru með heimþrá. Ég tek málstað þeirra. Menningin er ólík milli svæða og það er erfitt að vera langt frá sínu fólki.“ Greinilegt er að Kristín lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi enda kveðst hún alin upp við lífleg skoðanaskipti um þjóðfélags- og menningarmál. „Það var skápur í eldhúsinu heima, þegar ég var barn, sem ég faldi mig oft í þegar einhver kom, þar gat ég fylgst með samræðum. Ég var frekar rekin í rúmið ef ég var undir borði. Þegar fólkið hennar mömmu kom að vestan í heimsókn og aðeins var fengið sér í staup – ekkert fyllerí samt – blossuðu umræðurnar upp, meðal annars um bókmenntir. Þá var skápurinn í miklu uppáhaldi.“Barnaskólinn brást Kristín er fædd 1953 og uppalin í Reykjahverfi, rétt sunnan við Húsavík. „Skógahlíð hét bærinn minn. Við vorum sex systkinin og ég yngst. Það voru tíu í heimilinu, afi var þar og frændi minn líka,“ lýsir hún. Þótt Þingeyingar séu þekktir fyrir sína menningu finnst Kristínu hafa vantað talsvert upp á metnaðinn í barnaskóla sveitarinnar þegar hún var þar. „Það var farskóli hjá okkur sem þýddi að kennarinn fór milli héraða. Við áttum að læra heima þegar hann var við kennslu á Tjörnesi, samt var ekkert lagt upp úr því. Kennarinn var sautján ára strákur og það er ekki nóg að kennari sé vel að sér, hann þarf líka að ná til barnanna en þannig var það ekki í þessu tilfelli. Svo fengum við hvorki leikfimi- né tungumálakennslu,“ segir Kristín en bendir á að smæð hafi háð litlum sveitarfélögum og þau ekki haft bolmagn til að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum. „Síðar sameinuðust nokkur sveitarfélög um uppbyggingu skóla og eftir það fengu nemendurnir menntaða kennara.“ En Kristín fór í héraðsskólann á Laugum þegar hún hafði aldur til. „Það var alveg brekka að fara í unglingaskóla með þessa litlu undirstöðu sem ég hafði, sérstaklega í sambandi við enskuna. Mér gekk samt vel að læra og langaði mjög í Samvinnuskólann á Bifröst en hún kom svo snemma fyrsta stelpan mín og þá fór ég bara að vinna í fiski á Húsavík, með heimilisstörfum.“Í nám eftir barnauppeldið Menntunarþráin blundaði þó alltaf í Kristínu og þar kom að hún fór í frekara nám. „Það var einmitt elsta stelpan mín sem sagði: „Mamma, nú átt þú að fara í skóla, það er fullt af konum í framhaldsskólanum og ég sé alveg að þú átt heima í þeim hópi.“ Það var brjálað að gera hjá mér og allt í drasli, það fauk svolítið í mig og ég svaraði: „Hvað heldurðu að ég hafi tíma til þess?“ – fór út á snúru og fann að það var einhver tuddi í mér. Þetta kom við mig. Að lokum gerði ég þó eins og hún sagði, fór í Framhaldsskólann á Húsavík og það var æðislega gaman, skemmtilegur hópur sem ég var í. Svo lærði ég meira seinna, fór í kennaranám við Háskólann á Akureyri, hafði kompu þar en keyrði líka á milli. Þá var ég fimmtug. Mér fannst mest gaman að skrifa verkefnin, líður alltaf vel fyrir framan tölvuna. Svo fór ég að kenna en eins og mig grunaði hafði ég ekki nógu sterka sjálfsmynd í það og gekk ekki vel með krakkana svo ég hætti fljótlega. Þá fór ég að vinna á skrifstofu en sinnaðist við skrifstofustjórann svo ég fór bara aftur í fisk. Núna er ég að vinna í eldhúsinu á sjúkrahúsinu, þannig að ég hef farið til baka í frumgreinarnar. En til að bæta mér það upp andlega hef ég skrifað, meðal annars í Kvennablaðið, meðan það var og hét. Hef alltaf verið skrifandi. Í lesdagbókunum mínum þjálfast ég í að hafa stílinn knappan og slípaðan. Svo er ég með handrit sem getur orðið bók, að minnsta kosti fyrir börnin mín.“Almennum lesendum vantreyst Í einum af pistlum sínum í Kvennablaðinu fjallar Kristín um lesendaverðlaun. Ég bið hana að lýsa þeirri hugmynd. „Ég er ekki alltaf nógu ánægð með hvernig verðlaunahafar í bókmenntum eru valdir og finnst oft hinum almenna lesanda vera vantreyst. Mér þætti upplagt að til dæmis á degi bókarinnar í apríl fengju lesendur að velja bækur og höfunda sem þeim féllu best.“ Spurð sjálf um íslenskan eftirlætishöfund og bestu bókina svarar Kristín: „Það er enginn einn höfundur í uppáhaldi en Hallgrímur Helgason og Vilborg Davíðsdóttir eru á þeim lista. Líka Kristín Steinsdóttir sem mér finnst að hefði mátt fá verðlaun, eða að minnsta kosti tilnefningar fyrir bækur sínar, til dæmis fyrir bókina Ekki vera sár. Ég er hrifin af Indjánanum hjá Jóni Gnarr en Dísusaga Vigdísar Grímsdóttur er í fyrsta sæti, það er svo mikið af mér í henni. Ég bý enn við mína Gríms og tala rósamál vegna þess að ég er af sömu kynslóð og Dísa og fékk ekki það veganesti að það þætti eðlilegt að ræða um erfiða hluti. Fólk var svo gríðarlega lokað – og er oft enn. Það var til dæmis alltaf einhver leynd sem hvíldi yfir fólkinu mínu fyrir vestan og þegar ég fór að grufla í ættfræðinni komst ég að því að ég var í sjöunda lið frá Steinunni á Sjöundá en það mátti ekkert ræða það. Það var stutt í skömmina hjá afa mínum á Barðaströnd. Hann var fæddur á sömu öld og atburðirnir á Sjöundá gerðust og langamma hans var sett á sveit eftir fangelsun Steinunnar móður hennar. Kannski kynntist hann þeirri konu og þekkti sem barn.“ Kristín varð ekkja fyrir rúmu ári og segir sorgina meðal þess sem sé ekki til siðs að tala um eftir að jarðarförin sé um garð gengin. „Ég leyfi mér þó að hampa manninum mínum í samtölum við fólk, minnist oft á hann. Það er viss lækningamáttur fólginn í því að opna skápa, ég er alveg búin að átta mig á því. Samt er bókin oft það eina að hverfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Sigurðardóttir kennari býr á Húsavík og starfar þar í eldhúsi sjúkrahússins en er stödd í miðborg Reykjavíkur þegar fundum okkar ber saman. „Ég er að rembast við að rata um hin ýmsu hverfi, stundum með hjálp gamals GPS-tækis sem er ekkert nema óþægðin við mig en ég bjarga mér,“ segir hún brosandi. Fyrir utan að heilsa upp á vini og vandamenn notar Kristín borgarferðir til að kíkja í búðir, meðal annars bókabúðir, því hún kveðst óforbetranlegur bókaormur. „Stundum gengur mér illa að sofa á nóttunni og þá les ég. Ég nýti hverja stund. Svo met ég hverja bók í mínum huga, gef henni umsögn og einkunn í lestrardagbók og er búin að fylla nokkrar slíkar. Ég vil ekki safna bókum í bókahillu, þar safna þær bara ryki og eru mér til ama. Þess vegna geymi ég bækurnar sem ég hef lesið í lestrardagbókum og ef ég vil lesa þær aftur sæki ég þær á bókasafnið.“ Áhugann á bókum segist Kristín hafa erft frá móður sinni. „Bókasafn lestrarfélagsins var heima hjá okkur upphaflega en svo fjölgaði okkur börnunum svo það varð ekki pláss fyrir það. En mamma las allt sem kom út. Innansveitarkrónikan var lengi á náttborðinu hjá henni og ef hún hafði ekkert annað að lesa greip hún hana. Hún hafði enga aðra afþreyingu en lesturinn og fannst alltaf notalegt að leggja sig með bók. Ég vil lesa í rúminu líka.“ Móðir Kristínar var vestan af Barðaströnd. „Mamma kom norður í Þingeyjarsýslu, giftist og fór að eiga börn. Heimilið var mannmargt svo hún átti ekki heimangengt og fór ekki vestur á sínar æskuslóðir í sextán ár. Það var bara eins og hún hefði komið frá Japan. Síminn var líka eins og hann var, ekkert hægt að tala um neitt persónulegt í hann, því aðrir gátu hlustað á samtölin. Þá var að halla sér að bókunum. Ég skil vel útlendingana sem eru komnir hingað í vinnu til okkar og eru með heimþrá. Ég tek málstað þeirra. Menningin er ólík milli svæða og það er erfitt að vera langt frá sínu fólki.“ Greinilegt er að Kristín lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi enda kveðst hún alin upp við lífleg skoðanaskipti um þjóðfélags- og menningarmál. „Það var skápur í eldhúsinu heima, þegar ég var barn, sem ég faldi mig oft í þegar einhver kom, þar gat ég fylgst með samræðum. Ég var frekar rekin í rúmið ef ég var undir borði. Þegar fólkið hennar mömmu kom að vestan í heimsókn og aðeins var fengið sér í staup – ekkert fyllerí samt – blossuðu umræðurnar upp, meðal annars um bókmenntir. Þá var skápurinn í miklu uppáhaldi.“Barnaskólinn brást Kristín er fædd 1953 og uppalin í Reykjahverfi, rétt sunnan við Húsavík. „Skógahlíð hét bærinn minn. Við vorum sex systkinin og ég yngst. Það voru tíu í heimilinu, afi var þar og frændi minn líka,“ lýsir hún. Þótt Þingeyingar séu þekktir fyrir sína menningu finnst Kristínu hafa vantað talsvert upp á metnaðinn í barnaskóla sveitarinnar þegar hún var þar. „Það var farskóli hjá okkur sem þýddi að kennarinn fór milli héraða. Við áttum að læra heima þegar hann var við kennslu á Tjörnesi, samt var ekkert lagt upp úr því. Kennarinn var sautján ára strákur og það er ekki nóg að kennari sé vel að sér, hann þarf líka að ná til barnanna en þannig var það ekki í þessu tilfelli. Svo fengum við hvorki leikfimi- né tungumálakennslu,“ segir Kristín en bendir á að smæð hafi háð litlum sveitarfélögum og þau ekki haft bolmagn til að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum. „Síðar sameinuðust nokkur sveitarfélög um uppbyggingu skóla og eftir það fengu nemendurnir menntaða kennara.“ En Kristín fór í héraðsskólann á Laugum þegar hún hafði aldur til. „Það var alveg brekka að fara í unglingaskóla með þessa litlu undirstöðu sem ég hafði, sérstaklega í sambandi við enskuna. Mér gekk samt vel að læra og langaði mjög í Samvinnuskólann á Bifröst en hún kom svo snemma fyrsta stelpan mín og þá fór ég bara að vinna í fiski á Húsavík, með heimilisstörfum.“Í nám eftir barnauppeldið Menntunarþráin blundaði þó alltaf í Kristínu og þar kom að hún fór í frekara nám. „Það var einmitt elsta stelpan mín sem sagði: „Mamma, nú átt þú að fara í skóla, það er fullt af konum í framhaldsskólanum og ég sé alveg að þú átt heima í þeim hópi.“ Það var brjálað að gera hjá mér og allt í drasli, það fauk svolítið í mig og ég svaraði: „Hvað heldurðu að ég hafi tíma til þess?“ – fór út á snúru og fann að það var einhver tuddi í mér. Þetta kom við mig. Að lokum gerði ég þó eins og hún sagði, fór í Framhaldsskólann á Húsavík og það var æðislega gaman, skemmtilegur hópur sem ég var í. Svo lærði ég meira seinna, fór í kennaranám við Háskólann á Akureyri, hafði kompu þar en keyrði líka á milli. Þá var ég fimmtug. Mér fannst mest gaman að skrifa verkefnin, líður alltaf vel fyrir framan tölvuna. Svo fór ég að kenna en eins og mig grunaði hafði ég ekki nógu sterka sjálfsmynd í það og gekk ekki vel með krakkana svo ég hætti fljótlega. Þá fór ég að vinna á skrifstofu en sinnaðist við skrifstofustjórann svo ég fór bara aftur í fisk. Núna er ég að vinna í eldhúsinu á sjúkrahúsinu, þannig að ég hef farið til baka í frumgreinarnar. En til að bæta mér það upp andlega hef ég skrifað, meðal annars í Kvennablaðið, meðan það var og hét. Hef alltaf verið skrifandi. Í lesdagbókunum mínum þjálfast ég í að hafa stílinn knappan og slípaðan. Svo er ég með handrit sem getur orðið bók, að minnsta kosti fyrir börnin mín.“Almennum lesendum vantreyst Í einum af pistlum sínum í Kvennablaðinu fjallar Kristín um lesendaverðlaun. Ég bið hana að lýsa þeirri hugmynd. „Ég er ekki alltaf nógu ánægð með hvernig verðlaunahafar í bókmenntum eru valdir og finnst oft hinum almenna lesanda vera vantreyst. Mér þætti upplagt að til dæmis á degi bókarinnar í apríl fengju lesendur að velja bækur og höfunda sem þeim féllu best.“ Spurð sjálf um íslenskan eftirlætishöfund og bestu bókina svarar Kristín: „Það er enginn einn höfundur í uppáhaldi en Hallgrímur Helgason og Vilborg Davíðsdóttir eru á þeim lista. Líka Kristín Steinsdóttir sem mér finnst að hefði mátt fá verðlaun, eða að minnsta kosti tilnefningar fyrir bækur sínar, til dæmis fyrir bókina Ekki vera sár. Ég er hrifin af Indjánanum hjá Jóni Gnarr en Dísusaga Vigdísar Grímsdóttur er í fyrsta sæti, það er svo mikið af mér í henni. Ég bý enn við mína Gríms og tala rósamál vegna þess að ég er af sömu kynslóð og Dísa og fékk ekki það veganesti að það þætti eðlilegt að ræða um erfiða hluti. Fólk var svo gríðarlega lokað – og er oft enn. Það var til dæmis alltaf einhver leynd sem hvíldi yfir fólkinu mínu fyrir vestan og þegar ég fór að grufla í ættfræðinni komst ég að því að ég var í sjöunda lið frá Steinunni á Sjöundá en það mátti ekkert ræða það. Það var stutt í skömmina hjá afa mínum á Barðaströnd. Hann var fæddur á sömu öld og atburðirnir á Sjöundá gerðust og langamma hans var sett á sveit eftir fangelsun Steinunnar móður hennar. Kannski kynntist hann þeirri konu og þekkti sem barn.“ Kristín varð ekkja fyrir rúmu ári og segir sorgina meðal þess sem sé ekki til siðs að tala um eftir að jarðarförin sé um garð gengin. „Ég leyfi mér þó að hampa manninum mínum í samtölum við fólk, minnist oft á hann. Það er viss lækningamáttur fólginn í því að opna skápa, ég er alveg búin að átta mig á því. Samt er bókin oft það eina að hverfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira