Óttast að tengsl rofni við sölu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 07:00 Ákvörðun um sölu Sigurhæða hefur valdið úlfúð á Akureyri. Fréttablaðið/Friðrik Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23
Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00
Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15
Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13