Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Fréttablaðið/Ernir Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira