Körfubolti

„Ef þú koðnar niður undir almennilegri vörn þá er það mjög vandræðalegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórar umferðir eru búnar af Dominos-deild kvenna en fjórða umferðin fór fram á miðvikudaginn. Margir spennandi leikir voru á dagskránni.

Stórleikurinn var í Origo-höllinni þar sem sjónvarpsleikur Vals og Keflavíkur fór fram en Valsstúlkur burstuðu Keflavík, 82-51.

Daniela Wallen Morillo átti ekki góðan leik í liði Keflavíkur og spekingarnir ræddu um hennar frammistöðu.

„Mér fannst hún áhugalaus í þessum leik. Ef þú færð almennilega vörn á þig og ætlar að koðna niður þá er það mjög vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekingur þáttarins.

„Ef stelpurnar í kringum hana myndu setja eitt, tvö eða þrjú skot niður þá myndu losna um hana. Án þess að hallmæla þessu Keflavíkurliði of mikið en það vantar skotmenn.“

„Ef þú ert með svo lítið lið þá verðuru að geta keyrt upp hraðann og upp völlinn. Ef þú getur ekki sett þriggja stiga skot og einföldu skotin í kringum körfuna, þá er helvíti lítið eftir,“ bætti Sævar við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem einnig er rætt um aðra leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×