Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 15:00 Guðrún Sigurbjörnsdóttir keppir í fegurðarsamkeppninni Miss Global í janúar á næsta ári. @annamariairisar Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Upphaflega var Guðrúnu boðið að koma í viðtal fyrir fegurðarsamkeppni hér heima fyrir en það var síðar ekki möguleiki þar sem hún varð ólétt. Í kjölfarið var henni bent á að taka þátt í Miss Global, þar sem það er eina keppnin sem hún gæti nú tekið þátt í. Hún segir það skref í rétta átt að keppnin leyfi konum sem hafa gengið með börn að taka þátt. „Konur sem hafa átt barn eiga að geta haft sömu valmöguleika og aðrar að gera það sem þær vilja, við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir um konur sem hafa gengið í gengum barnsburð. „Mér finnst mikilvægt að elska líkama sinn eins og hann er og ekki reyna breyta honum til að fylgja einhverjum staðalímyndum sem eru í samfélaginu.“Mæður missa af fleiri tækifærum en feður eftir barneignir Að sögn Guðrúnar er óskiljanlegt að fleiri keppnir leyfi ekki mæðrum að taka þátt. Þau rök sem hún hafi heyrt fyrir slíkum reglum séu þau að líkami kvenna sé ekki eins og „samfélagið samþykkir sem fallegt“. Þá hafi því einnig verið fleygt fram að reglurnar séu settar svo mæður séu ekki lengi frá börnum sínum. „Mér finnst það alveg út í hött þar sem ef um væri að ræða föður þá væri engin að spá í því. Þetta eru tvær vikur úti í undirbúning og mér finnst það alfarið upp á hvern og einn komið hvort hann vilji gera það eða ekki. Ánægð móðir, ánægt barn,“ segir Guðrún. View this post on InstagramA post shared by Guðrún Sigurbjörnsdóttir (@gudrunsigur) on Jul 24, 2019 at 10:03am PDT „Ef eitthvað finnst mér ég ekki vond móðir að eltast við að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Ég vil vera gott fordæmi fyrir dóttur mína og sýna henni að allt er hægt ef maður virkilega vill það.“Viðhorfið að breytast Hún segir augljóst að viðhorfið í þessum efnum er að breytast og keppnirnar farnar að stíga stærra skref inn í nútímann. Reglan sé til marks um gamaldags hugsunarhátt í garð mæðra en keppnir víða um heim séu farnar að leggja sig fram við að fagna fjölbreytileikanum. „Allar konur eru fallegar, þetta á ekki að snúast um útlitið heldur persónuleikann og útgeislunina sem kemur að innan. Ef maður horfir á þessa keppni með því viðhorfi tel ég að þetta sé jákvæð upplifun, einnig að kynnast nýju fólki frá ólíkum menningarheimum og nýta vettvanginn til góðs,“ segir Guðrún og nefnir í því samhengi góðgerðarstörf og það að geta verið öðrum góð fyrirmynd. Ljóst er að nú tekur við undirbúningsferli fram að keppni en að hennar sögn hefur Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, verið henni ómetanleg hjálp í ferlinu. Samhliða því er hún í þjálfun hjá Margréti Gnarr þar sem þær vinna að bæði andlegri og líkamlegri heilsu, án allra öfga. View this post on InstagramA post shared by Miss Global Organization (@missglobalofficial) on Oct 25, 2019 at 9:12am PDT Börn og uppeldi Ferðalög Mexíkó Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Upphaflega var Guðrúnu boðið að koma í viðtal fyrir fegurðarsamkeppni hér heima fyrir en það var síðar ekki möguleiki þar sem hún varð ólétt. Í kjölfarið var henni bent á að taka þátt í Miss Global, þar sem það er eina keppnin sem hún gæti nú tekið þátt í. Hún segir það skref í rétta átt að keppnin leyfi konum sem hafa gengið með börn að taka þátt. „Konur sem hafa átt barn eiga að geta haft sömu valmöguleika og aðrar að gera það sem þær vilja, við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir um konur sem hafa gengið í gengum barnsburð. „Mér finnst mikilvægt að elska líkama sinn eins og hann er og ekki reyna breyta honum til að fylgja einhverjum staðalímyndum sem eru í samfélaginu.“Mæður missa af fleiri tækifærum en feður eftir barneignir Að sögn Guðrúnar er óskiljanlegt að fleiri keppnir leyfi ekki mæðrum að taka þátt. Þau rök sem hún hafi heyrt fyrir slíkum reglum séu þau að líkami kvenna sé ekki eins og „samfélagið samþykkir sem fallegt“. Þá hafi því einnig verið fleygt fram að reglurnar séu settar svo mæður séu ekki lengi frá börnum sínum. „Mér finnst það alveg út í hött þar sem ef um væri að ræða föður þá væri engin að spá í því. Þetta eru tvær vikur úti í undirbúning og mér finnst það alfarið upp á hvern og einn komið hvort hann vilji gera það eða ekki. Ánægð móðir, ánægt barn,“ segir Guðrún. View this post on InstagramA post shared by Guðrún Sigurbjörnsdóttir (@gudrunsigur) on Jul 24, 2019 at 10:03am PDT „Ef eitthvað finnst mér ég ekki vond móðir að eltast við að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Ég vil vera gott fordæmi fyrir dóttur mína og sýna henni að allt er hægt ef maður virkilega vill það.“Viðhorfið að breytast Hún segir augljóst að viðhorfið í þessum efnum er að breytast og keppnirnar farnar að stíga stærra skref inn í nútímann. Reglan sé til marks um gamaldags hugsunarhátt í garð mæðra en keppnir víða um heim séu farnar að leggja sig fram við að fagna fjölbreytileikanum. „Allar konur eru fallegar, þetta á ekki að snúast um útlitið heldur persónuleikann og útgeislunina sem kemur að innan. Ef maður horfir á þessa keppni með því viðhorfi tel ég að þetta sé jákvæð upplifun, einnig að kynnast nýju fólki frá ólíkum menningarheimum og nýta vettvanginn til góðs,“ segir Guðrún og nefnir í því samhengi góðgerðarstörf og það að geta verið öðrum góð fyrirmynd. Ljóst er að nú tekur við undirbúningsferli fram að keppni en að hennar sögn hefur Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, verið henni ómetanleg hjálp í ferlinu. Samhliða því er hún í þjálfun hjá Margréti Gnarr þar sem þær vinna að bæði andlegri og líkamlegri heilsu, án allra öfga. View this post on InstagramA post shared by Miss Global Organization (@missglobalofficial) on Oct 25, 2019 at 9:12am PDT
Börn og uppeldi Ferðalög Mexíkó Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira