Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 19:00 Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira