Átök lögreglu og mótmælenda eftir samkomu í Barcelona Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:41 Til harðra en skammvinnra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í kvöld. AP/Emilio Morenatti Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37
Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15
Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30