Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.
Winning in style
Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV
— Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019
Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus.
"It's just crazy ... it's a lot."
A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7
— PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019
„Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.