Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 10:30 Yaya Toure spilar nú í Kína. Getty/Visual China Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019 EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019
EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira