Leikar fara að hefjast á heimsmeistaramótinu í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 12:24 Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti
Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti