Stúlka ekki brúður – landssöfnun UN Women á föstudagskvöld Heimsljós kynnir 28. október 2019 14:30 Landssöfnun UN Women fer fram á RÚV næstkomandi föstudagskvöld. Yfir tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband ár hvert. Það þýðir að 23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu. Þessi útbreidda birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguð barnahjónabönd, verður í brennidepli á föstudaginn kemur, 1. nóvember, þegar landsnefnd UN Women á Íslandi efnir til landssöfnunar í beinni útsendingu á RÚV, strax að loknum fréttum klukkan 19:45. Stúlka ekki brúður – er yfirskrift landssöfnunarinnar þar sem grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk koma fram í fræðslu- og skemmtiþætti, þeim fyrsta sem UN Women, bæði á Íslandi og heimsvísu, efnir til. Almenningur verður jafnframt hvattur til að gerast Ljósberar UN Women.Fulltrúar UN Women á Íslandi, ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsóttu nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi verða frumsýndar í þættinum.Kynnar á RÚV eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans. Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. Af tónlistarfólki verður Páll Óskar gestur þáttarins ásamt GDRN, Lay Low, Ragga Bjarna og Emilíönu Torrini. Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Yfir tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband ár hvert. Það þýðir að 23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu. Þessi útbreidda birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguð barnahjónabönd, verður í brennidepli á föstudaginn kemur, 1. nóvember, þegar landsnefnd UN Women á Íslandi efnir til landssöfnunar í beinni útsendingu á RÚV, strax að loknum fréttum klukkan 19:45. Stúlka ekki brúður – er yfirskrift landssöfnunarinnar þar sem grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk koma fram í fræðslu- og skemmtiþætti, þeim fyrsta sem UN Women, bæði á Íslandi og heimsvísu, efnir til. Almenningur verður jafnframt hvattur til að gerast Ljósberar UN Women.Fulltrúar UN Women á Íslandi, ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsóttu nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi verða frumsýndar í þættinum.Kynnar á RÚV eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans. Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. Af tónlistarfólki verður Páll Óskar gestur þáttarins ásamt GDRN, Lay Low, Ragga Bjarna og Emilíönu Torrini. Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent