Býður uppá mat að hætti danskra fanga Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 09:00 Guðmundur Ingi nýtir reynslu sína úr Nyborg-fangelsinu á jákvæðan hátt og eldar að hætti fanga þar. „Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira