Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. október 2019 06:15 Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Vísir/vilhelm „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira