Erfiðir viðureignar á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2019 16:30 Deschamps léttur fyrir æfingu franska landsliðsins. fréttablaðið/getty Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira