Aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra í Evrópu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. október 2019 07:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir hið opinbera velta ábyrgðinni á fjölskyldur. Fréttablaðið/Anton Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að ný skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun rími vel við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur landsins. Í skýrslunni kemur fram að 8,9 prósent Íslendinga sinni óvinnufærum ættingjum, annaðhvort öryrkjum eða öldruðum. Til samanburðar er Evrópumeðaltalið 4 prósent og öll hin Norðurlöndin eru innan við 3 prósent. „Við höfum gagnrýnt það að hið opinbera skilji aðstandendur eftir með fólk í fanginu,“ segir Þuríður. „Ef maki eða fjölskyldumeðlimur lendir í slysi eða veikist þá er umönnun hlutverk sem lendir á aðstandendum og oft eru það konur sem bæta þessu við sig. Kerfið er að bregðast okkur.“ Umönnun fylgir oft gríðarmikið vinnuálag, ofan á venjulega dagvinnu. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníuríki sýnir að aðstandendur Alzheimer-sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Það er jafngildi tveggja vinnuvikna. Aðstandendur fá ekki nauðsynlega þjálfun eða kennslu fyrir hið nýja hlutverk sitt. Þeir eru sjaldnast menntaðir umönnunaraðilar. „Foreldrar fatlaðra eða langveikra barna sem hafa leitað til okkar hafa stundum þurft að hætta að vinna til að sinna barninu,“ segir Þuríður. Margir aðstandendur vinna hlutastörf og þurfa sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Þuríður telur að almennt hafi atvinnurekendur á Íslandi skilning á stöðunni, en það sé þó ekki algilt. Umönnunarbætur á Íslandi eru hæstar 185.926 krónur, fyrir 100 prósent umönnun. Ekki eru greiddar bætur þegar umönnun fer fram utan dagvinnutíma. Aðstandendur gefa þann tíma sinn. NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð, á að gefa fötluðu fólki meira sjálfstæði og að sama skapi létta ábyrgð af aðstandendum. Innleiðing löggjafarinnar gengur þó mishratt fyrir sig eftir sveitarfélögum. Í dag er eftirspurnin eftir NPA-samningum mun meiri en framboð hins opinbera, því hún er bundin við fjármagn. Umönnun fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Kaliforníurannsóknin sýnir að aðstandendur upplifi frekar en aðrir stress, þreytu, depurð, kvíða, reiði, krónísk veikindi, lélegt líkamlegt ástand, veikingu ónæmiskerfisins og séu í meiri áhættu á að verða ofdrykkju og fíkniefnaneyslu að bráð. Í nýlegri skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings kemur í ljós að sá hópur sem leggur mest til örorku á Íslandi eru konur yfir fimmtugu. „Við þurfum að skoða það hvað gerist hjá konum,“ segir Þuríður. „Af hverju verða þær öryrkjar á besta aldri? Sennilega af því að þær taka svo mikla ábyrgð og missa oft heilsuna sjálfar. Við þurfum að finna leiðir til að létta á aðstandendum til að fólk brenni ekki upp.“ Skýrsla Eurostat tekur einnig umsjá barna með í jöfnuna og þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Írlandi og Tyrklandi. Þegar tölurnar eru teknar saman er Ísland með hæsta umsjárhlutfall Evrópu og eina landið sem fer yfir 50 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að ný skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun rími vel við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur landsins. Í skýrslunni kemur fram að 8,9 prósent Íslendinga sinni óvinnufærum ættingjum, annaðhvort öryrkjum eða öldruðum. Til samanburðar er Evrópumeðaltalið 4 prósent og öll hin Norðurlöndin eru innan við 3 prósent. „Við höfum gagnrýnt það að hið opinbera skilji aðstandendur eftir með fólk í fanginu,“ segir Þuríður. „Ef maki eða fjölskyldumeðlimur lendir í slysi eða veikist þá er umönnun hlutverk sem lendir á aðstandendum og oft eru það konur sem bæta þessu við sig. Kerfið er að bregðast okkur.“ Umönnun fylgir oft gríðarmikið vinnuálag, ofan á venjulega dagvinnu. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníuríki sýnir að aðstandendur Alzheimer-sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Það er jafngildi tveggja vinnuvikna. Aðstandendur fá ekki nauðsynlega þjálfun eða kennslu fyrir hið nýja hlutverk sitt. Þeir eru sjaldnast menntaðir umönnunaraðilar. „Foreldrar fatlaðra eða langveikra barna sem hafa leitað til okkar hafa stundum þurft að hætta að vinna til að sinna barninu,“ segir Þuríður. Margir aðstandendur vinna hlutastörf og þurfa sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Þuríður telur að almennt hafi atvinnurekendur á Íslandi skilning á stöðunni, en það sé þó ekki algilt. Umönnunarbætur á Íslandi eru hæstar 185.926 krónur, fyrir 100 prósent umönnun. Ekki eru greiddar bætur þegar umönnun fer fram utan dagvinnutíma. Aðstandendur gefa þann tíma sinn. NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð, á að gefa fötluðu fólki meira sjálfstæði og að sama skapi létta ábyrgð af aðstandendum. Innleiðing löggjafarinnar gengur þó mishratt fyrir sig eftir sveitarfélögum. Í dag er eftirspurnin eftir NPA-samningum mun meiri en framboð hins opinbera, því hún er bundin við fjármagn. Umönnun fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Kaliforníurannsóknin sýnir að aðstandendur upplifi frekar en aðrir stress, þreytu, depurð, kvíða, reiði, krónísk veikindi, lélegt líkamlegt ástand, veikingu ónæmiskerfisins og séu í meiri áhættu á að verða ofdrykkju og fíkniefnaneyslu að bráð. Í nýlegri skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings kemur í ljós að sá hópur sem leggur mest til örorku á Íslandi eru konur yfir fimmtugu. „Við þurfum að skoða það hvað gerist hjá konum,“ segir Þuríður. „Af hverju verða þær öryrkjar á besta aldri? Sennilega af því að þær taka svo mikla ábyrgð og missa oft heilsuna sjálfar. Við þurfum að finna leiðir til að létta á aðstandendum til að fólk brenni ekki upp.“ Skýrsla Eurostat tekur einnig umsjá barna með í jöfnuna og þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Írlandi og Tyrklandi. Þegar tölurnar eru teknar saman er Ísland með hæsta umsjárhlutfall Evrópu og eina landið sem fer yfir 50 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira