Kalifornía bannar framleiðslu og sölu á dýrafeldum frá og með 2023 Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 22:35 Dýraverndarsinnar hafa fagnað lagafrumvarpinu. Vísir/Getty Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar. Bandaríkin Dýr Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira