Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. október 2019 13:36 Guðjón Sigurðsson er formaður MND-félagsins. Vísir/Stöð 2 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira