Lewis Hamilton trónir á toppnum í keppni ökuþóra og eini maðurinn sem á tölfræðilega möguleika á að ná honum er Bottas.
Finnski ökuþórinn Bottas kom fyrstur í mark í Suzuka í dag þar sem japanski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram. Hamilton hafnaði í þriðja sæti en báðir aka þeir á Mercedes.
Úrslit dagsins þýða að nú hefur Mercedes tryggt sér heimsmeistaratitilinn í keppni framleiðenda þó enn séu fjórar keppnir eftir.
Kappaksturinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í morgun og að honum loknum fóru þeir Kristján Einar og Rúnar yfir allt það helsta. Uppgjörið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.