Farandverkamaður í stríði við algóryþmann Þórarinn Þórarinnsson skrifar 14. október 2019 07:30 Ásgeir blæs í menningarlega herlúðra og smalar menningarþyrstum áskrifendum á Karolinafund. Mynd/Tyko Say Menning er það sem fjölmiðlar nútímans vilja helst losna við af síðum sínum, segir skrifandi farandverkamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson sem ætlar að snúa vörn í sókn með vefritinu Menningarsmyglið og boðar í raun byltingu sem þegar er hafin með söfnun áskrifenda á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Ásgeir segir gömlu hliðverðina á undanhaldi og „ritstjórar, útvarpsstjórar og útgefendur mega sín oft lítils gegn ægivaldi algóryþmans“ þar sem kostirnir eru aðeins tveir. „Að leyfa algóryþmanum að ráða eða að leyfa okkur sjálfum að ráða,“ segir Ásgeir og býður Menningarsmyglið fram sem seinni kostinn.Bylting frá Prag Ásgeir býr um þessar mundir í Prag þaðan sem hann ætlar sér að smygla menningunni aftur inn í íslenska umræðu eftir að hafa um langt árabil komið víða við í íslenskum fjölmiðlum og skrifað mest um menningu og listir. Hann fylgdi meira að segja Lesbók Morgunblaðsins, þeirri miklu menningarstofnun, til grafar 2009, sem var síður en svo eina fórnarlamb eftirhrunsáranna.Menningarpáfinn hugdjarfi í Prag ætlar að ryðjast ósmeykur gegn illgresi algóryþmans sem hefur lagst yfir menningarumfjölluninaMynd: Tyko Say„Þar sem menningin er iðulega skorin niður fyrst,“ segir Ásgeir um sígilt kreppuviðbragð fjölmiðla. Ekki bæti síðan úr skák að til þess að gera illt verra sinni nýlegir grasrótarfjölmiðlar menningunni „því miður ekki nema í mýflugumynd“. Ásgeir segir að þegar fundið sé að þessum menningarskorti sé slíkum athugasemdum iðulega svarað með því að menningarefni skili ekki nógu mörgum músarsmellum og víkur þá sögunni að forritaða erkióvininum. „Algóryþmanum sem er sama um okkur, algóryþmanum sem vill bara græða á okkur.“Menningarlegt viljaleysi Ásgeir segir algóryþmann gera okkur öll að lötum þrælum. „Þú hefur í rauninni ekki val vegna þess að það er valið fyrir þig. Vissulega eftir hegðun en það er samt ekki raunverulegt val eins og við kannski erum vön að skilgreina það og þess vegna þarf Menningarsmyglið ykkar hjálp,“ segir Ásgeir og bætir við að hann leyfi „ykkur að ráða hvort þessi síða lifir eða deyr, hvort hún verður stór eða lítil“.Áskrifendurnir eru eldsneytið „Vefsíðan er búin að vera í gangi í rúmt ár en ég var ekkert alveg viss um hvað ég ætlaði að gera með hana,“ segir Ásgeir sem hefur ekki haft tíma til þess að hrinda söfnuninni af stað fyrr en núna. Hann segir jafnframt að þótt hann fái jákvæð viðbrögð við sjálfboðastarfinu á vefnum geti einyrkjar á akri netmiðlunar ekki haldið endalaust áfram á hugsjóninni einni saman. „Maður finnur alveg fyrir eftirspurninni en hún var kannski mest fyrst eftir að þetta var skorið niður. Þegar Lesbókin var lögð niður og allt það. Síðan venst fólk þessu þannig að það þarf að einhverju leyti að venja fólk á það aftur að það sé öflug menningarumræða og fólk er vant því að venjast vondu ástandi.“Mikilvægur varningur Ásgeir segist gera sér grein fyrir að í algóryþmunum sé við ofurefli að etja en hann segir baráttuna og smyglið þess virði. „Þetta þarf að vera passleg undirróðursstarfsemi og menningin er náttúrlega undirróðursstarfsemi þegar hún virkar hvað best. Hún þarf aðeins að smjúga inn um rifur og gegnum landamæri. Virkni hennar er í rauninni að smygla hugmyndum,“ segir Ásgeir. Þeir sem vilja styðja hann í baráttunni geta gert það á karolinfafund.com og skoðað byltingartólið sjálft á smygl.wordpress.com. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Menning Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Menning er það sem fjölmiðlar nútímans vilja helst losna við af síðum sínum, segir skrifandi farandverkamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson sem ætlar að snúa vörn í sókn með vefritinu Menningarsmyglið og boðar í raun byltingu sem þegar er hafin með söfnun áskrifenda á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Ásgeir segir gömlu hliðverðina á undanhaldi og „ritstjórar, útvarpsstjórar og útgefendur mega sín oft lítils gegn ægivaldi algóryþmans“ þar sem kostirnir eru aðeins tveir. „Að leyfa algóryþmanum að ráða eða að leyfa okkur sjálfum að ráða,“ segir Ásgeir og býður Menningarsmyglið fram sem seinni kostinn.Bylting frá Prag Ásgeir býr um þessar mundir í Prag þaðan sem hann ætlar sér að smygla menningunni aftur inn í íslenska umræðu eftir að hafa um langt árabil komið víða við í íslenskum fjölmiðlum og skrifað mest um menningu og listir. Hann fylgdi meira að segja Lesbók Morgunblaðsins, þeirri miklu menningarstofnun, til grafar 2009, sem var síður en svo eina fórnarlamb eftirhrunsáranna.Menningarpáfinn hugdjarfi í Prag ætlar að ryðjast ósmeykur gegn illgresi algóryþmans sem hefur lagst yfir menningarumfjölluninaMynd: Tyko Say„Þar sem menningin er iðulega skorin niður fyrst,“ segir Ásgeir um sígilt kreppuviðbragð fjölmiðla. Ekki bæti síðan úr skák að til þess að gera illt verra sinni nýlegir grasrótarfjölmiðlar menningunni „því miður ekki nema í mýflugumynd“. Ásgeir segir að þegar fundið sé að þessum menningarskorti sé slíkum athugasemdum iðulega svarað með því að menningarefni skili ekki nógu mörgum músarsmellum og víkur þá sögunni að forritaða erkióvininum. „Algóryþmanum sem er sama um okkur, algóryþmanum sem vill bara græða á okkur.“Menningarlegt viljaleysi Ásgeir segir algóryþmann gera okkur öll að lötum þrælum. „Þú hefur í rauninni ekki val vegna þess að það er valið fyrir þig. Vissulega eftir hegðun en það er samt ekki raunverulegt val eins og við kannski erum vön að skilgreina það og þess vegna þarf Menningarsmyglið ykkar hjálp,“ segir Ásgeir og bætir við að hann leyfi „ykkur að ráða hvort þessi síða lifir eða deyr, hvort hún verður stór eða lítil“.Áskrifendurnir eru eldsneytið „Vefsíðan er búin að vera í gangi í rúmt ár en ég var ekkert alveg viss um hvað ég ætlaði að gera með hana,“ segir Ásgeir sem hefur ekki haft tíma til þess að hrinda söfnuninni af stað fyrr en núna. Hann segir jafnframt að þótt hann fái jákvæð viðbrögð við sjálfboðastarfinu á vefnum geti einyrkjar á akri netmiðlunar ekki haldið endalaust áfram á hugsjóninni einni saman. „Maður finnur alveg fyrir eftirspurninni en hún var kannski mest fyrst eftir að þetta var skorið niður. Þegar Lesbókin var lögð niður og allt það. Síðan venst fólk þessu þannig að það þarf að einhverju leyti að venja fólk á það aftur að það sé öflug menningarumræða og fólk er vant því að venjast vondu ástandi.“Mikilvægur varningur Ásgeir segist gera sér grein fyrir að í algóryþmunum sé við ofurefli að etja en hann segir baráttuna og smyglið þess virði. „Þetta þarf að vera passleg undirróðursstarfsemi og menningin er náttúrlega undirróðursstarfsemi þegar hún virkar hvað best. Hún þarf aðeins að smjúga inn um rifur og gegnum landamæri. Virkni hennar er í rauninni að smygla hugmyndum,“ segir Ásgeir. Þeir sem vilja styðja hann í baráttunni geta gert það á karolinfafund.com og skoðað byltingartólið sjálft á smygl.wordpress.com.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Menning Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira