Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. október 2019 08:25 Eystri Rangá er komin yfir 3.000 laxa Mynd: ranga.is Það er ennþá veitt í ánum sem byggja sleppingar sínar á gönguseiðum en þeim er misskipt gæðunum þar á bæ það er nokkuð ljóst. Þær ár sem flestir þekkja eru Eystri og Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð en sami aðili er með þrjár af þessum nefndu fyrir utan Ytri Rangá. Þverá í Fljótshlíð hefur gefið 142 laxa á sínar 4 stangir sem er undir væntingum en í fyrra veiddust 499 laxar en þetta er svo sem í takt við annað á þessu slaka veiðisumri. Affallið hefur gefið 320 laxa en í fyrra veiddust 872 laxar. Eystri Rangá er aflahæst ánna í sumar með 3.025 laxa á land en í fyrra veiddust 3.960 laxar. Veiði er ekki lokið í þessum ám og á talan líklega eftir að hækka eitthvað en það verður ekki neitt "bingó", til þess vantar bara laxinn í árnar. Ytri Rangá hefur aðeins gefið 1.644 laxa í sumar á móti 4.032 löxum í fyrra og þetta er áhyggjuefni það verður bara að segjast eins og er. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu miklu var sleppt en okkar heimildir segja að það sé svipað magn og undanfarin ár. Það er því ljóst á þeim forsendum að afföllin á seiðum í sleppingum í Ytri Rangá hafa veri gífurleg og hvort það er um að kenna ástandi í sjó og köldu vori eða að það hafi verið eitthvað sem fór úrskeiðið við eldi og sleppingarnar á seiðunum sjálfum vitum við ekki. Það er þó ljóst að þetta gæti haft áhrif á veiðileyfakaup í ánni næsta sumar enda hefur veiðin í ánni ekki verið jafn léleg síðustu 11 ár. Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði
Það er ennþá veitt í ánum sem byggja sleppingar sínar á gönguseiðum en þeim er misskipt gæðunum þar á bæ það er nokkuð ljóst. Þær ár sem flestir þekkja eru Eystri og Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð en sami aðili er með þrjár af þessum nefndu fyrir utan Ytri Rangá. Þverá í Fljótshlíð hefur gefið 142 laxa á sínar 4 stangir sem er undir væntingum en í fyrra veiddust 499 laxar en þetta er svo sem í takt við annað á þessu slaka veiðisumri. Affallið hefur gefið 320 laxa en í fyrra veiddust 872 laxar. Eystri Rangá er aflahæst ánna í sumar með 3.025 laxa á land en í fyrra veiddust 3.960 laxar. Veiði er ekki lokið í þessum ám og á talan líklega eftir að hækka eitthvað en það verður ekki neitt "bingó", til þess vantar bara laxinn í árnar. Ytri Rangá hefur aðeins gefið 1.644 laxa í sumar á móti 4.032 löxum í fyrra og þetta er áhyggjuefni það verður bara að segjast eins og er. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu miklu var sleppt en okkar heimildir segja að það sé svipað magn og undanfarin ár. Það er því ljóst á þeim forsendum að afföllin á seiðum í sleppingum í Ytri Rangá hafa veri gífurleg og hvort það er um að kenna ástandi í sjó og köldu vori eða að það hafi verið eitthvað sem fór úrskeiðið við eldi og sleppingarnar á seiðunum sjálfum vitum við ekki. Það er þó ljóst að þetta gæti haft áhrif á veiðileyfakaup í ánni næsta sumar enda hefur veiðin í ánni ekki verið jafn léleg síðustu 11 ár.
Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði