Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 12:17 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira