Sænsku kylfingarnir Annika Sörenstam og Henrik Stenson standa fyrir stóru móti á næsta ári þar sem bæði karlar og konur keppa. Evrópumótaröð karla og kvenna hefur lagt blessun sína yfir þetta nýja mót.
Það mun heita Scandianvian Mixed og fer fram á hinum glæsilega Bro Hof Slott sem er í Stokkhólmi. 78 karlar og 78 konur fá þátttökurétt.
Verðlaunaféð verður 208 milljónir króna og mótið mun líka gefa stig inn á heimslistann í golfi.
Er mikil spenna fyrir þessu nýja móti og Stenson hefur þegar ákveðið að spila að minnsta kosti á því fyrstu þrjú árin. Sorenstam er hætt í afreksgolfi en mun taka þátt í Pro/Am-mótinu.
