Ríkið fái ekki magnafslátt af bótum vegna lengdar frelsissviptingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2019 09:15 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/Eyþór Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinsson, gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann segir að ríkið njóti ekki „magnafsláttar“ þegar kemur að bótum vegna lengdar frelsissviptingar.Þetta kemur fram í umsögn Ragnars um frumvarpiðsem lagt var fram á dögunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,hefur sagt að frumvarpið sé tilmarks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti.Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að bæturnar skuli miðast við lengd frelsissviptingar og segir í greinargerð þess að dómaframkvæmd virðist benda til þess að fjárhæð miskabóta vegna frelsissviptingar eða gæsluvarðhalds að ósekju sé á bilinu 150–200 þúsund kr. á dag en virðist lækka eftir því sem vistin er lengri.Þessu er Ragnar ósammála og segir að þvert á móti sé engin stoð í dómiðkun eða íslenskri fræðikenningu fyrir því að bætur lækki eftir því sem vistin sé lengri.„Ríkið hefur ekki notið neins konar magnafsláttar eða heildsöluafsláttar, sem tekur mið af lengd frelsissviptingar. Öll rök hníga að því að bætur verði hærri fyrir hvern dag eftir því sem frelsissviptingin varir lengur, enda aukast neikvæð áhrif hennar á andlega og líkamlega heilsu hins frelsissvipta eftir því sem hún varir lengur,“ segir í umsögn Ragnars.Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.Vísir220-250 þúsund krónur á dag Telur Ragnar að nýjir dómar bendi til þess að bætur vegna gæsluvarðhalds eða frelsisviptinga að ósekju séu 220-250 þúsund krónur á dag.Sakborningar sem hlotið hafi þær bætur hafi hins vegar ekki mátt þola „sambærilega harðneskju“ og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.„Ekki er annað vitað en nú á dögum njóti sakborningar þeirra réttinda að velja sér verjanda sem er viðstaddur yfirheyrslur hjá lögreglu og öll dómþing komi til ákæru. Yfirheyrslur eru teknar upp, bæði hljóð og mynd. Þá fá sakborningar í gæslu að jafnaði að ræða við verjendur sína í einrúmi og eiga þess kost að undirbúa vörn sína þvert á það sem gerðist 1975-1980. Þá eru aðstæður gæsluvarðhaldsfanga nú ekki eins hörmulegar og mannskemmandi og þær voru í Síðumúlafangelsi,“ segir í umsögn Ragnars. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu.Vísir/vilhelmVeruleg ívilnun verði bætur vegna fjárhagslegs tjóns skattfrjálsar Í umsögninni segist Ragnar einnig hafa fullan skilning á því að frumvarpið sé lagt fram til að tryggja að ekki fari milli mála að ríkisstjórnin hafi heimild til að semja um og greiða bætur til þeirra sem hlut eigi að máli. Þá kunni að vera ástæða til þess að kveða á í frumvarpinu um réttarfarslega stöðu maka og barna hinna látnu, svo að enginn útilokist vegna þess að ekki sé samstaða meðal maka og barna látinna.Í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á það að þær bætur sem kunni að greiðast til sakborninga og fjölskyldna þeira verði skattfrjálsar. Bendir Ragnar á að miskabætur séu ekki skattskyldar og að meginhluti bótanna verði miskabætur. Um verulega ívilnun verði þó að ræða ef bæturnar verði allar skattfrjálsar.„Bætur vegna fjárhagslegs tjóns, í þessu tilviki vegna misstra atvinnutekna, eru hins vegar að jafnaði skattskyldar. Sé ætlunin að slíkar bætur verði undanþegnar skattskyldu er um verulega ívilnun að ræða.“Umsögn Ragnars má lesa í heild sinni hér. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinsson, gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann segir að ríkið njóti ekki „magnafsláttar“ þegar kemur að bótum vegna lengdar frelsissviptingar.Þetta kemur fram í umsögn Ragnars um frumvarpiðsem lagt var fram á dögunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,hefur sagt að frumvarpið sé tilmarks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti.Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að bæturnar skuli miðast við lengd frelsissviptingar og segir í greinargerð þess að dómaframkvæmd virðist benda til þess að fjárhæð miskabóta vegna frelsissviptingar eða gæsluvarðhalds að ósekju sé á bilinu 150–200 þúsund kr. á dag en virðist lækka eftir því sem vistin er lengri.Þessu er Ragnar ósammála og segir að þvert á móti sé engin stoð í dómiðkun eða íslenskri fræðikenningu fyrir því að bætur lækki eftir því sem vistin sé lengri.„Ríkið hefur ekki notið neins konar magnafsláttar eða heildsöluafsláttar, sem tekur mið af lengd frelsissviptingar. Öll rök hníga að því að bætur verði hærri fyrir hvern dag eftir því sem frelsissviptingin varir lengur, enda aukast neikvæð áhrif hennar á andlega og líkamlega heilsu hins frelsissvipta eftir því sem hún varir lengur,“ segir í umsögn Ragnars.Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.Vísir220-250 þúsund krónur á dag Telur Ragnar að nýjir dómar bendi til þess að bætur vegna gæsluvarðhalds eða frelsisviptinga að ósekju séu 220-250 þúsund krónur á dag.Sakborningar sem hlotið hafi þær bætur hafi hins vegar ekki mátt þola „sambærilega harðneskju“ og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.„Ekki er annað vitað en nú á dögum njóti sakborningar þeirra réttinda að velja sér verjanda sem er viðstaddur yfirheyrslur hjá lögreglu og öll dómþing komi til ákæru. Yfirheyrslur eru teknar upp, bæði hljóð og mynd. Þá fá sakborningar í gæslu að jafnaði að ræða við verjendur sína í einrúmi og eiga þess kost að undirbúa vörn sína þvert á það sem gerðist 1975-1980. Þá eru aðstæður gæsluvarðhaldsfanga nú ekki eins hörmulegar og mannskemmandi og þær voru í Síðumúlafangelsi,“ segir í umsögn Ragnars. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu.Vísir/vilhelmVeruleg ívilnun verði bætur vegna fjárhagslegs tjóns skattfrjálsar Í umsögninni segist Ragnar einnig hafa fullan skilning á því að frumvarpið sé lagt fram til að tryggja að ekki fari milli mála að ríkisstjórnin hafi heimild til að semja um og greiða bætur til þeirra sem hlut eigi að máli. Þá kunni að vera ástæða til þess að kveða á í frumvarpinu um réttarfarslega stöðu maka og barna hinna látnu, svo að enginn útilokist vegna þess að ekki sé samstaða meðal maka og barna látinna.Í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á það að þær bætur sem kunni að greiðast til sakborninga og fjölskyldna þeira verði skattfrjálsar. Bendir Ragnar á að miskabætur séu ekki skattskyldar og að meginhluti bótanna verði miskabætur. Um verulega ívilnun verði þó að ræða ef bæturnar verði allar skattfrjálsar.„Bætur vegna fjárhagslegs tjóns, í þessu tilviki vegna misstra atvinnutekna, eru hins vegar að jafnaði skattskyldar. Sé ætlunin að slíkar bætur verði undanþegnar skattskyldu er um verulega ívilnun að ræða.“Umsögn Ragnars má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55