Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Einar Kárason skrifar 15. október 2019 20:44 Kristinn vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar í kvöld. Vísir/Bára ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15