Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 20:15 Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni. Íslenska á tækniöld Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira