Darri Freyr: Þetta bara datt okkar megin í dag Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 22:48 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum