Hjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson hafa sett hæðina á Tómasarhaga vestur í bæ á sölu en ásett verð er 91,9 milljónir. Mbl greinir frá en húsið er byggt árið 1958.
Í því eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi. Fasteignamatið á eigninni er 67 milljónir en um er ræða glæsilega og nýlega uppgerð sérhæð með sjávarútsýni við þessa fallegu götu í Vesturbænum.
Hildur Vala og Jón Ólafs eru bæði færir tónlistarmenn og var eignin sett á sölu fyrir þremur dögum.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.
Falleg hæð á besta stað.Lagleg borðstofa með fallegu útsýni.Eldhúsið er opið fram í stofu.Stórt og rúmgott hjónaherbergi.Stór og björt setustofa.Baðherbergið nýlega uppgert.