Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. október 2019 19:33 Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30