Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. október 2019 19:33 Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30