Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Haukur var um fimmtán mánuði að skrifa bókina. Fréttblaðið/Sigrtryggur Ari Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði