Segir Trump alltaf hafa verið spilltan Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 14:12 Hillary og Chelsea Clinton ásamt Stephen Colbert. Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“