Örkin er efni í stórmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 16:00 Ómar valdi að hætta sem fréttamaður 67 ára og gerast aðgerðasinni. Mynd/Riff Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““ Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira