Örkin er efni í stórmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 16:00 Ómar valdi að hætta sem fréttamaður 67 ára og gerast aðgerðasinni. Mynd/Riff Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““ Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“